Austurvegi á Selfossi verður verður lokað frá Sigtúni að Tryggvagötu klukkan 20 í kvöld, þriðjudagskvöld, og er áætlað að lokað verði til miðnættis.
Lokunin er til komin þar sem vinna á að snyrtingu á trjágróðri á miðeyju götunnar.
Fyrir umferð að austan er hjáleið um Tryggvagötu og Fossheiði að Eyrarvegi en umferð að vestan um Sigtún að Árvegi og upp Hörðuvelli.