Austurvegur lokaður til vesturs

Austurvegur hefur verið malbikaður áður, og ekki vanþörf á. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í kvöld, þriðjudagskvöld, er stefnt að því að malbika akrein til vesturs á Austurvegi á Selfossi.

Um er að ræða 550 metra langan kafla frá Hörðuvöllum að Tryggvatorgi.

Austurvegur verður lokaður til vesturs frá hringtorginu við Gaulverjabæjarveg að Tryggvatorgi. Viðeigandi hjáleiðir verða settar upp, en áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19 til kl. 3 í nótt.

Fyrri greinFjögur HSK met á Selfossleikunum
Næsta greinHólmfríður kinnbeinsbrotin