Austurvegur lokaður vegna trjáfellinga

Aspirnar setja mikinn svip á Austurveginn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Austurvegi á Selfossi verður lokað í kvöld kl. 20:30 á milli Tryggvatorgs og Tryggvagötu þar sem til stendur að fella nokkrar aspir við gangbrautir á götunni.

Til stendur að fella níu stórar aspir sem staðsettar eru við gangbrautir og er það gert að beiðni lögreglu og Vegagerðarinnar. Í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Árborg segir að þetta sé gert til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.

Hjáleiðir verða sérmerktar um Eyraveg, Engjaveg, Tryggvagötu og Árveg eins og sjá má á korti hér að neðan.

Fyrri greinMyndlistarnemar sýna í Listagjánni
Næsta greinVSÓ ráðgjöf bauð lægst í eftirlit og ráðgjöf