Bæjarráð Hveragerðis hafnaði báðum tilboðum sem bárust í gerð gangstígs við Breiðumörk. Þau voru það mikið yfir kostnaðaráætlun að bæjarráð taldi þau óásættanleg.
Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á tæpar 12,4 milljónir króna en tilboð Jákvætt ehf hljóðaði upp á tæpar 14,6 milljónir og tilboð Arnon ehf upp á rúmar 15,4 milljónir.
Skipulags- og byggingafulltrúa Hveragerðisbæjar hefur verið falið að endurskoða útboðsgögnin og undirbúa nýtt útboð sem fram fer í ágúst og verktíminn verður þá frá september og fram í nóvember.