Bæjartréð fauk um koll

Bæjarjólatréð við Tryggvatorg á Selfossi fauk um koll í storminum í kvöld. Ruslatunnur og aðrir lausamunir liggja á víð og dreif um bæinn.

Þá urðu einnig skemmdir í Garði jólanna í Tryggvagarði þar sem dúkurinn á samkomutjaldinu yfirgaf tjaldgrindina og er ónýtur.

Skrautlegt er um að líta á Selfossi núna, jólaskreytingar hafa víða látið á sjá, ruslatunnur og fleiri lausamunir liggja á víð og dreif um bæinn, skilti hafa fokið og fánastangir brotnað undan vindinum.

Enn er hvassviðri á Suðurlandi þó nokkuð hafi lægt síðan síðdegis.

Fyrri greinÞórsarar taplausir í jólafrí
Næsta greinKennarar „veikari“ en í fyrra