Bæta við tíu herbergjum fyrir fatlaða

Hótel Höfðabrekka í Mýrdal verður stækkað um tíu herbergi í vor en nýju herbergin þau verða sniðin að þörfum fatlaðra.

Hvert herbergi er um tæplega 30 fermetrar að stærð og hluti þeirra útbúin þannig að fatlaðir geta haft full not af þeim. Nú er unnið að því að breyta fjárhúsi við Höfðabrekku í gistirými og verða herbergin þar.

Að sögn Sólveigar Sigurðardóttur horfir mjög vel með bókanir fyrir sumarið og tekur hún þar með undir orð annarra ferðaþjónustumanna á svæðinu en greinilegt er að menn vænta mikils af sumrinu.

Fyrri greinFlóahreppur fundar með ráðuneyti
Næsta greinNýburum fækkar milli ára