Bætt þjónusta á bókasafninu í Ölfusi

Nú í maí var sú nýlunda tekin upp á Bæjarbókasafninu í Ölfusi að þeir lánþegar sem hafa skráð netföng í gagnagrunni safnsins, munu fá áminningu í tölvupósti þegar skiladagur nálgast.

Til þess að þetta gangi sem best eru safngestir hvattir til að koma við á bókasafninu og gefa upp eða athuga hvort rétt netfang sé skráð. Einnig er hægt að senda tölvupóst með kennitölu og netfangi á bokasafn@olfus.is.

Á sama tíma var einnig sú breyting að skammtímalán hafa verið lengd í fjórtán daga í stað sjö.

Fyrri greinMinni sóun þegar börnin skammta sér sjálf á diskana
Næsta greinBúið að opna Fischersetrið