Hrönn Guðmundsdóttir, skógfræðingur, leiðir B-lista Framfarasinna í Ölfusi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
B-listinn bauð ekki fram í síðustu kosningum í Ölfusinu. Nýi listinn samanstendur af öflugum hópi íbúa, bæði úr þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Frambjóðendurnir eru með fjölbreyttan bakgrunn og eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á samfélagsmálum og metnað til að vinna að bættu samfélagi og vönduðum vinnubrögðum, að því er segir í tilkynningu frá framboðinu.
„Við lofum heiðarleika í okkar störfum og við munum hafa hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að senda okkur fyrirspurnir og/eða ábendingar um hvað það sem á þeim kann að brenna. Við fögnum því að taka samtalið en það er líka hægt að senda okkur tölvupóst á olfus@framfarasinnar.is eða skilaboð á Facebook og Instagram,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Listinn er þannig skipaður:
1. Hrönn Guðmundsdóttir, 62 ára skógfræðingur.
2. Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, 47 ára húsasmíðameistari.
3. Gunnsteinn R. Ómarsson, 51 árs skrifstofustjóri.
4. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 37 ára hegðunarráðgjafi.
5. Hlynur Logi Erlingsson, 28 ára stuðningsfulltrúi.
6. Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, 33 ára kennaranemi.
7. Emil Karel Einarsson, 28 ára sjúkraþjálfari.
8. Sigrún Theodórsdóttir, 55 ára félagsliði.
9. Arnar Bjarki Árnason, 44 ára vél- og orkutæknifræðingur.
10. Helga Ósk Gunnsteinsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi.
11. Axel Orri Sigurðsson, 25 ára stýrimaður og hundaþjálfari.
12. Steinn Þór Karlsson, 83 ára búfræðingur.
13. Jón Páll Kristófersson, 51 ára rekstrarstjóri.
14. Anna Björg Níelsdóttir, 52 ára bókari.