B-listinn sigraði í Mýrdalshreppi

Frambjóðendur B-listans í Mýrdalshreppi.

B-listi Framsóknar og óháðra sigraði í sveitarstjórnarkosningunum í Mýrdalshreppi.

B-listinn hlaut 53,3% atkvæða og þrjá menn kjörna. A-listi Allra hlaut 46,7% atkvæða og tvo menn kjörna.

Kjörsókn var 74,1%.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps verður þannig skipuð:
(B) Björn Þór Ólafsson
(B) Drífa Bjarnadóttir
(B) Einar Freyr Elínarson
(A) Anna Huld Óskarsdóttir
(A) Jón Ómar Finnsson

Fyrri greinStórsigur Ö-listans í Skaftárhreppi
Næsta greinE-listinn hélt naumlega velli í GOGG