Bæjarstjórnarfundir í Árborg verða í beinni

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu bæjarráðs um að bæjarstjórnarfundir í sveitarfélaginu verði sendir út í beinni útsendingu, bæði í hljóði og mynd.

Upptökur frá fundunum ferða svo aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir að fundum bæjarstjórnar lýkur.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar kom fram að kostnaður við verkefnið sé áætlaður um ein milljón króna og rúmast hann innan samþykkt fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til bæjarráðs til nánari útfærslu.

Fyrri greinKarabatic ánægður með Teit
Næsta greinFjaðrárgljúfur opnað á ný