Dagana 3.- 5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Þriðjudaginn 3. október verða fundir á Hvolsvelli og Selfossi.
Fundirnir eru öllum bændum opnir og boðið verður upp á léttar veitingar, happdrætti, fræðsluerindi í samstarfi við sérfræðinga frá Trouw Nutrition í Hollandi og skemmtilegar umræður.
Þema fundarins verður skilvirk fóðrun, bættur aðbúnaður og hvernig þessir þættir geta unnið saman að lægra kolefnisspori. Einnig verður komið inn á fengieldi sauðfjár og fóðrun í aðdraganda burðar.
Fundurinn á Hvolsvelli verður haldinn í verslun Líflands 3. október frá 12 til 15 og fundurinn á Selfossi verður sama dag á Hótel Selfossi kl. 19 til 21:30.
Hægt er að skrá sig á fundina hér eða í gegnum netfangið lifland@lifland.is.