Bændur muni tveggja kinda regluna

Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna.

Tveggja metra reglan er mjög einföld fyrir fjallmenn og sauðfjárbændur en tvær kindur þurfa að vera á milli manna.

Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Um er að ræða almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum.  Það er síðan á ábyrgð sveitastjórnar, sem fer með stjórn fjallskilamála, að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir og gefa út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir.

Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að „við erum öll almannavarnir“.

Leiðbeiningarnar má finna hér.

Fyrri greinHákon jafnaði Íslandsmetið í skeet
Næsta greinGrímur tímabundið settur lögreglustjóri á Suðurnesjum