Bætt vatnsstaða hefur jákvæð áhrif

Búrfellsvirkjun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vatnsstaðan á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu hefur batnað töluvert í leysingum og vatnsveðri síðustu vikna. Sem kunnugt er hefur vatnsbúskapurinn verið með lakasta hætti að undanförnu og vatnsárið sem endaði í október var það versta í sögu Landsvirkjunar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur skerðingum sem voru í gangi fyrir áramót nú verið hætt með bættum horfum.

Raforkuvinnsla Þjórsársvæðis árið 2024 var um 6.200 GWst, en til samanburðar var hún 6.860 GWst árið 2023 og 6.800 GWst árið þar á undan,

Fyrri greinFrumskógar buðu lægst í byggingu tæknirýmis