Í svörtum fjörusandinum við Eyrarbakkahöfn hafa David Kelly og Arna Ösp Magnúsardóttir opnað kaffihúsið Bakkabrim.
„Með lífrænt ræktuðu kaffi og einstakri staðsetningu, sköpum við okkur sérstöðu í veitingaflórunni á Bakkanum,“ segir David í samtali við Sunnlenska. „Í vetur flytjum við húsið úr fjörunni inn í þorpið, forðum því þannig frá veðurbarningi.“
Upphaflega ætluðu David og Arna Ösp að setja á laggirnar kaffihús einhvers staðar austan Þjórsár en eldgosið í Eyjafjallajökli fældi þau frá því.
„Við pældum lengi í staðsetningunni. Kannski of lengi,“ segir David og kímir. „En kosturinn við þetta hús er að við getum alltaf skipt um skoðun; það er færanlegt!“