Urgur er í íbúum Rangárvallasýslu vegna breytinga á heilsugæsluþjónustu en bakvakt færist frá Hellu og Hvolsvelli eftir kl. 16 á daginn og um helgar. Íbúar þurfa þá að sækja læknisþjónustu á Selfoss.
Um 50 kílómetrar eru frá Hvolsvelli á Selfoss sem þýðir að íbúar þar þurfa að aka um 100 kílómetra í slíkum tilfellum og fjarlægðin er lengri þegar um íbúa sveitanna er að ræða.
Neyðarvakt lækna og sjúkraflutningar verða áfram í Rangárvallasýslu, en þeir aðilar verða einungis boðaðir út af hjúkrunarfræðingi eða lækni á slysa- og bráðamóttöku á Selfossi eða Neyðarlínunni.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT