Baldur mætir á Selfoss á þriðjudag

Baldur Þórhallsson. Ljósmynd/Aðsend

For­seta­fund­ir Morg­un­blaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en Bald­ur Þór­halls­son mæt­ir á for­seta­fund á Sel­fossi á þriðju­dag.

Fund­ur­inn verður hald­inn á Hót­el Sel­fossi klukk­an 19:30 og eru all­ir Sel­fyss­ing­ar og nærsveit­ung­ar vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Kjart­an Björns­son, rak­ara­meist­ari og for­seti bæj­ar­stjórn­ar Árborg­ar, og Al­dís Haf­steins­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Hruna­manna­hrepps, verða sér­stak­ir álits­gjaf­ar á fundinum. Þau munu svara spurn­ing­um um for­seta­kosn­ing­arn­ar og gefa sitt álit á stöðu mála.

Fund­ar­gest­ir fá að spyrja spurn­inga
Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Bald­ur um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands og auk þess munu fund­ar­gest­ir fá tæki­færi til þess að að spyrja Bald­ur spurn­inga.

Þegar er búið að halda for­seta­fundi á Ísaf­irði og á Eg­ils­stöðum og voru þeir gríðarlega vel sótt­ir.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 6/2024 – Úrslit
Næsta greinVonast til að heimavist FSu komist inn á fjármálaáætlun