Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en Baldur Þórhallsson mætir á forsetafund á Selfossi á þriðjudag.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi klukkan 19:30 og eru allir Selfyssingar og nærsveitungar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Kjartan Björnsson, rakarameistari og forseti bæjarstjórnar Árborgar, og Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, verða sérstakir álitsgjafar á fundinum. Þau munu svara spurningum um forsetakosningarnar og gefa sitt álit á stöðu mála.
Fundargestir fá að spyrja spurninga
Blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson munu ræða við Baldur um framboð hans til embættis forseta Íslands og auk þess munu fundargestir fá tækifæri til þess að að spyrja Baldur spurninga.
Þegar er búið að halda forsetafundi á Ísafirði og á Egilsstöðum og voru þeir gríðarlega vel sóttir.