Kl. 13:31 í dag barst Lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Þingskálavegi við Geldingalæk í Rangárvallarsýslu. Þar rákust saman tvær bifreiðar, fólksbifreið og lítil sendibifreið.
Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en ökumaður sendibifreiðarinnar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi. Ökumennirnir voru einir í bifreiðunum.
Fjölmennt lið lögreglu, sjúkraflutningamenn og læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands fóru á vettvang, ásamt fulltrúa frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og sérfræðingi í bíltæknirannsóknum.
Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi annast rannsókn á tildrögum slyssins.
Lögreglan getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.