Ökumaður jeppabifreiðar lést í umferðarslysi á Hrunavegi við Flúðir í gærmorgun. Vegna slyssins verður efnt til bænastundar í Hrunakirkju kl. 11 í dag.
Í tilkynningu frá Hrunaprestakalli segir að samfélagið sé slegið vegna fráfalls sveitunga síns í slysinu og því verður kirkjan opnuð til að sækja styrk, tendra ljós og treysta böndin.
Tveir bílar rákust saman í slysinu og var einn í hvorum bíl. Ökumaður hins bílsins var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu á Landspítalann.