Banaslys á Móbergi til rannsóknar

Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar banaslys sem varð á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi þann 10. nóvember síðastliðinn.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Hann vildi ekki tjá sig um einstaka þætti rannsóknarinnar eða tildrög slyssins en ekki er grunur um neitt saknæmt.

Hjúkrunarheimilið Móberg opnaði í síðasta mánuði og þegar húsið verður allt tekið í notkun verður pláss þar fyrir 60 íbúa.

Fyrri greinSveitarfélagið Ölfus með jákvæðan rekstur
Næsta greinFramrás bauð lægst í Skaftártunguveg