Banaslys á Þingvallavegi

Ökumaður steypubifreiðar lést í umferðarslysi á Þingvallavegi, við Álftavatn í Grímsnesi í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Vegurinn hefur verið lokaður í allan dag á meðan vettvangsrannsókn stóð yfir en hann var opnaður aftur nú um klukkan 17.

Rannsókn lögreglu er á frumstigi og ekki er unnt að gefa upp nafn hins látna að sinni.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi
Næsta greinMömmuhópur selur af sér spjarirnar