Banaslys varð í Herdísarvík í gær þegar kajakræðari drukknaði. Björgunarsveitarmenn úr Þorlákshöfn komu á báti að manninum en lífgunartilraunir báru ekki árangur.
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu frá vegfaranda á Suðurstrandarvegi laust eftir kl. 15 í gær. Hann hafði komið auga á kajakinn við ströndina og sá að maður hékk utan á honum og átti greinilega í vandræðum.
Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn var kölluð út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var að fara í æfingaflug og var því fljót á vettvang.
Björgunarsveitarmenn komu á staðinn um kl. 15:40 og hófu þegar endurlífgun. Þyrlan kom á vettvang um svipað leyti og var ræðarinn hífður upp í þyrluna og fluttur í land þar sem endurlífgun var haldið áfram en án árangurs.
Ekki er vitað um tildrög slyssins en maðurinn var einn á ferð. Hann var rúmlega fimmtugur.
UPPFÆRT KL. 14:13