Banaslys í Landbroti

Kona, sem var farþegi í bílnum sem valt á Meðallandsvegi í nótt, lést og tveir aðrir farþegar voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp án meiðsla.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að málið sé í rannsókn og frekari upplýsingar um hana verða ekki gefnar að sinni.

Slysið varð í Landbroti á milli Þykkvabæjar og Seglbúða og var vegurinn lokaður í morgun á meðan rannsókn á vettvangi stóð yfir. Búið er að opna veginn á nýjan leik.

Tveir alvarlega slasaðir eftir bílveltu á Meðallandsvegi

Fyrri grein„Markmiðið er að efla nærsamfélagið“
Næsta greinKaposi ráðinn þjálfari Hamars