Banaslys í Landsveit

Banaslys varð í dag á heimreið að sumarhúsi í Landsveit í Rangárþingi ytra þegar barn á sjötta aldursári varð undir afturhjóli bifreiðar.

Tilkynning barst lögreglu kl. 17:41 Barnið var flutt með þyrlu LHG á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi en var úrskurðað látið nokkru eftir komuna þangað.

Lögreglan á Hvolsvelli og rannsóknardeild Lögreglunnar á Selfossi annast rannsókn slyssins en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um tildrög þess nú.

Fyrri greinElsti Sunnlendingurinn látinn
Næsta greinZoran kemur aftur á Selfoss