Banaslys við Breiðamerkurjökul

Karlmaður á sextugsaldri sem hrapaði í íshelli við Breiðamerkurjökul í dag er látinn. Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins í rannsókn. Maðurinn var þýskur ríkisborgari.

Töluverðan tíma tók að ná manninum upp úr íshellinum en hann var um 200 metra inn í íshellinum og þurftu björgunarmenn að vaða mittisdjúpt vatn með manninn. Maðurinn var í ísklifri með leiðsögumanni.

Alls tók á fjórða tug björgunarsveitarmanna frá Höfn og úr Öræfum þátt í aðgerðinni í dag sem enda um seinlegt og erfitt svæði að ræða.

Fyrri greinTilbúnir að grípa til aðgerða
Næsta greinLitur ársins 2014