Banaslys við Holtsós

Banaslys varð á Suðurlandsvegi, rétt vestan við Holtsós í dag þegar grjóthrun varð úr Steinafjalli og lenti stórt grjót á bifreið sem ók í austurátt.

Þrjár erlendar konur voru í bifreiðinni og lést ökumaður bifreiðarinnar. Hinar sluppu með minniháttar áverka og voru fluttar til frekari skoðunar.

Tikynning um slysið barst til viðbragðsaðila klukkan 12:42. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var ökumaður bifreiðarinnar ennþá klemmdur fastur inni í henni og var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Rannsókn á slysinu er í höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Suðurlandsvegur er ennþá lokaður en búist er við að hægt verði að opna fyrir umferð á næstu mínútum.

Fyrri greinKatrín sýnir í Gallery Listasel
Næsta greinSelfyssingar með bakið upp við vegg