Bannað að tjalda í miðbænum

Bæjaryfirvöld hafa afturkallað leyfi til að tjalda í miðbæ Selfoss og við Sunnulækjarskóla um helgina.

Forráðamenn fjölskylduhátíðarinnar Kótelettan ætluðu að nýta svæðin ef tjaldsvæðið við Engjaveg myndi fyllast. Heilbrigðiseftirlitið lagðist hins vegar gegn því vegna skorts á frárennsli á þessum svæðum.

Þess í stað hefur verið gefið grænt ljós á að stækka tjaldstæðið við Engjaveg suður á æfingavöllinn við Langholt. Með því er pláss fyrir 2500 manns á Gesthúsasvæðinu.

Fyrri greinPikkföstum ferðamönnum bjargað
Næsta greinSundlaugin í Laugaskarði tóm