Aðgerðar- og samstarfshópur Árborgar vill að framvegis verði ekki gefið leyfi til dansleikjahalds fyrir börn á aldrinum 16 til 17 ára á vínveitingastöðum.
Hópurinn samanstendur af fimmtán fulltrúum frá hinum ýmsu stofnunum í sveitarfélaginu, þar á meðal lögregluembættinu.
Hópurinn telur æskilegra að stofnanir sveitarfélagsins sem alla jafna skipuleggja ungmennastarf, svo sem skólar, íþróttafélög og félagsmiðstöðvar, haldi utan um skemmtanir af þessu tagi. Þeir aðilar eru hvattir til að huga ennfrekar að dansleikjum fyrir umræddan aldurshóp.
Bæði 800Bar og Hvítahúsið hafa staðið fyrir skemmtunum fyrir 16 ára og eldri.