Bar ekki skylda að veita áminningu

Kirkjuráð telur ekki efni til frekari aðgerða eftir að sóknarnefnd Selfosskirkju ákvað að áminna ekki formann nefndarinnar og kirkjuvörð eins og úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hafði lagt til.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar tók fyrir mál sem sóknarbarn á Selfossi sendi kirkjuráði og varðaði framkomu formanns sóknarnefndar Selfosskirkju og kirkjuvarðar gagnvart sér.

Upprunalega beindi úrskurðarnefndin þeim tilmælum til sóknarnefndarinnar að hún veitti formanninum og kirkjuverðinum áminningu vegna málsins. Í svari sóknarnefndar kom fram að hún teldi ekki ástæðu til sérstakra aðgerða að sinni hálfu í málinu.

Málið var tekið fyrir í kirkjuráði í síðustu viku og ákvað að þar sem ákvæði í lögum um stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar kveði einungis um að úrskurðarnefnd geti „lagt til“ að veita áminningu verði ekki séð að sóknarnefnd sé beinlínis skylt að fara að tilmælum úrskurðarnefndar. Því telji kirkjuráð ekki efni til frekari aðgerða.

TENGDAR FRÉTTIR:
Hyggst ekki fara að tilmælum úrskurðarnefndar
Töldu bréfið ekki hafa borist

Fyrri greinGaukssaga sett upp í Árnesi
Næsta greinEkki hægt að fullyrða um aukna tíðni glæpa