Félagar í Bárunni, stéttarfélagi felldu kjarasamning ASÍ og SA í netkosningu en samningurinn var samþykktur hjá Verslunarmannafélagi Suðurlands.
Félagar í Bárunni, stéttarfélagi felldu samninginn og var niðurstaðan nokkuð afgerandi. Á kjörskrá 1544 og atkvæði greiddu 175, eða 11,33%. Já sögðu 53 eða 30% en nei sögðu 118 eða 67%. Auðir seðlar voru 5 eða 3%.
Á kjörskrá hjá Verslunarmannafélagi Suðurlands voru 733 félagsmenn og kusu 78 eða 10,64%. Já sögðu 40, eða 51,28% en nei sögðu 37, eða 47,44%. Einn skilaði auðu.
Samningurinn telst því samþykktur hjá félögum í VMS og um næstu mánaðarmót taka því gildi þær launahækkanir sem samið var um í samningi ASÍ og SA svo fremi að SA samþykki samninginn.