Félagsmenn í Bárunni, stéttarfélagi samþykktu í rafrænni atkvæðagreiðslu sáttatillögu Ríkissáttasemjara og aðalkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Bárunnar.
Atkvæðagreiðslunni lauk kl. 12 í dag en á kjörskrá voru 1.098 og atkvæði greiddu 150 eða 13,66%. Já sögðu 122 eða 81,4% en nei sögðu 24 eða 16%. Auðir seðlar voru fjórir.
Atkvæðagreiðslan var rafræn og þeir félagsmenn sem voru í sambandi við skrifstofu Bárunnar lýstu ánægju sinni með það fyrirkomulag.