Tugþúsundir gesta dvelja í Árnessýslu um verslunarmannahelgina og hefur umferð og viðburðir í sýslunni gengið stóráfallalaust.
Tveggja ára barn rotaðist á Úlfljótsvatni í morgun þegar það féll afturfyrir sig. Það var ekki alvarlega slasað en var flutt á slysadeild til skoðunar.
Þá datt hjólabrettakappi á brettasvæðinu á Selfossi í hádeginu með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu. Hann var fluttur á slysadeild og mun hitta tannlækni síðar í dag.