Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri hlaut í gær Hvatningarverðlaun Heimilis og Skóla við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.
Verðlaunin voru veitt fyrir Barnabæ, verkefni sem starfrækt er á Stokkseyri og Eyrarbakka og er samstarfsverkefni Barnaskólans, foreldra og aðila úr nærsamfélaginu á þessum tveimur stöðum. Markmiðið með verkefninu er að upplýsa nemendur um það hvernig hagkerfið virkar.
„Verkefnið er vel útfært og gert spennandi fyrir ungmenni og gerir þau færari að takast á við hugtök framtíðarinnar i efnahagsmálum sem vonandi skilar sér í hagsæld þeim til handa í framtíðinni,“ segir Brian D. Marshall, formaðu dómnefndar.
Tilnefningar til verðlauna Heimilis og skóla voru 28 þetta árið.
Næsti Barnabæjardagur er föstudaginn 31. maí og er hægt að kynna sér verkefnið nánar á vef Barnabæjar.