Barnavernd tilkynnt um laust barn í bíl

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði ökumann í síðustu viku sem ók um með barn án viðeigandi öryggisbúnaðar.

Barnið var laust í aftursæti bílsins og enginn barnabílstóll til staðar.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ökumaðurinn hafi fengið 30 þúsund króna sekt, auk þess sem barnavernd var tilkynnt um málið.

Fyrri greinViðurkenning fyrir nafn á nýjum grunnskóla
Næsta greinVar ótrúlega ófrumlegur krakki