Á laugardagsmorgun upphófust slagsmál milli tveggja manna framan við Pysluvagninn á Selfossi. Annar mannanna lá eftir lítils háttar laskaður.
Annar mannanna hafði tekið upp á því að hella bjór yfir hinn og bauð honum svo að berja á sér. Hinn tók því.
Þeir ruku saman og féllu í götuna og tókust á þar til þeir voru skildir í sundur.