Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var settur í dag en hann fer fram um helgina á Hótel Selfossi.
Undanfarið ár hefur markvisst verið unnið að endurskoðun á stefnu hreyfingarinnar og verður framtíðarstefnumótun VG afgreidd á fundinum.
Meðal gesta sem flytja erindi á fundinum eru Erik Olin Wright, félagsfræðingur og prófessor við háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum, Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður, Þórunn Ólafsdóttir, sem starfað hefur sem sjálfboðaliði með flóttafólki frá Sýrlandi, Snædís Rán Hjartardóttir, sem vann nýlega mál gegn ríkinu þar sem henni var synjað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu og Eydís Blöndal, sem staðið hefur í stafni í byltingum undanfarin misseri.
Kosning til stjórnar Vinstri grænna, formanns og varaformanns fer fram eftir hádegi á laugardag.
Félagar í VG eru rúmlega fimm þúsund talsins. Landsfundir Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs eru haldnir á 2 ára fresti og er æðsta stjórnvald flokksins þar sem kosning stjórnar, formanns, varaformanns og flokksráðs fer fram. Landsfundarfulltrúar eru tilnefndir af 32 svæðisfélögum um allt land.
Fundurinn er sendur út í beinni útsendingu hér að neðan:
Dagskrá landsfundar Vg:
Laugardagur
13.30 Kynning á frambjóðendum í stjórn.
Kosning stjórnar fer fram að lokinni kynningu.
14.45 Skilaboð til VG; Snædís Rán Hjartardóttir og Eydís Blöndal.
15.00 Kaffihlé.
15.30 Málefnahópar taka til starfa, síðustu forvöð að hafa áhrif á innihald.
17.00 Niðurstaða málefnahópa um framtíðastefnumótun
18.00 Afgreiðsla framtíðarstefnumótunar.
18.30 Fundi frestað.
20.00 Landsfundargleði.
Sunnudagur
9.00 Kosning flokksráðs.
10.00 Skilaboð til VG; Þórunn Ólafsóttir og Kinan Kaduni.
Norrænir gestir.
10.30 Umræða um ályktanir.
12.00 Hádegismatur
13.00 Afgreiðsla ályktana.
14.30 Fundi slitið.