Beitti mótspyrnu á stöðinni

Aðfaranótt sunnudags stöðvaði lögreglan á Selfossi ökumann á leið um Norðurhóla á Selfossi en grunur lék á að hann væri undir fíkniefnaáhrifum.

Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð til þvag- og blóðtöku. Á lögreglustöðinni tók ökumaður ákvörðun um að neita allri samvinnu og beitti harðri mótspyrnu.

Eftir að blóðsýni hafði verið tekið var maðurinn vistaður í fangageymslu.

Fyrri greinBauð upp á bjór og slagsmál
Næsta greinEkið á dreng á Austurveginum