Bekkurinn þétt setinn í FSu

Innritun í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir haustönn 2013 lauk í lok júní og er ljóst að það verður þétt setinn bekkurinn í skólanum næsta haust.

Mikil aðsókn er að skólanum en samkvæmt Innu, upplýsingarvef framhaldsskóla, eru 1.014 nemendur skráðir til náms við skólann.

Nýnemar sem eru að hefja nám í framhaldsskóla verða 208.

Mikil aðsókn er einnig í verklegt nám og eru námsplássin þar nánast fullmönnuð.

Fyrri greinReyna að viðhalda ferhyrndu fé
Næsta greinSkólamörk opin í sumar