Umræðan um niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur valdið því að margir telja að búið sé að leggja af þjónustu á fæðingardeild HSu utan dagvinnutíma.
Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir, segir þessa flökkusögu byggða á misskilningi, og áréttar að á fæðingadeildinni er tekið á móti börnum allan sólahringinn, allan ársins hring.
Sólarhringsþjónusta ljósmæðra sé á deildinni fyrir fæðingar, göngudeildarþjónustu og símaþjónustu.