Njálsbrennuhátíð er haldin á Hvolsvelli um helgina en í kvöld var bærinn á Bergþórshvoli árið 1011 brenndur að viðstöddu fjölmenni.
Hátíðin hófst á föstudag en boðið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, tónleika, fornmannaíþróttir, þrautir og ýmsan atgang.
Í kvöld var sviðsettur aðdragandi Njálsbrennu og að endingu var Bergþórshvoll brenndur til grunna en hann hafði verið reistur hjá Sögusetrinu á Hvolsvelli.