Berg verktakar bauð lægst í hringtorg á Selfossi

Á mótum Eyrarbakkavegar, Hagalæks, Eyravegar og Suðurhóla kemur hringtorg. Undirgöng verða undir Eyrarbakkaveg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Einungis tvö tilboð bárust í gerð hringtorgs og undirganga á mótum Eyrarbakkavegar og Suðurhóla á Selfossi og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun.

Berg verktakar ehf í Reykjavík áttu lægra tilboðið, rúmar 181,8 milljónir króna, sem er 11,5% yfir áætlun. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar er 163 milljónir króna.

Borgarverk ehf bauð einnig í verkið, tæpar 238,9 milljónir króna.

Verkið er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja og hafa íbúar á Selfossi þrýst mikið á það á undanförnum árum. Auk hringtorgs og undirganga undir Eyrarbakkaveg felur verkið í sér stígagerð og tengingar og endurnýjun á lögnum.

Verkinu á að vera lokið þann 1. nóvember næstkomandi.

Fyrri greinMjölnir bauð lægst í Grafningsveg
Næsta greinSóknarfæri ferðaþjónustunnar á Suðurlandi