Bergrisi rukkar við Seljalandsfoss

Ákveðið hef­ur verið að ganga til samn­inga við fyr­ir­tækið Bergrisa ehf. um gjald­töku við Selja­lands­foss á Suður­landi í sam­ræmi við ákvörðun fund­ar sem hald­inn var með land­eig­end­um og full­trú­um sveit­ar­stjórn­ar.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Samn­ing­ur­inn gild­ir til eins árs, en lengi hef­ur staðið til að taka upp gjald­töku á nýj­um bíla­stæðum við foss­inn.

„Við erum ekki búin að skrifa und­ir, en það stend­ur hins veg­ar til að gera samn­ing við Bergrisa,“ seg­ir Ísólf­ur Gylfi Pálma­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra, en fé­lagið hef­ur m.a. gert samn­ing um upp­setn­ingu stöðumæla á Þing­völl­um í tengsl­um við gjald­töku þar.

Frétt mbl.is

Fyrri greinAfmælistónleikar nemenda Tónlistarskóla Rangæinga
Næsta greinBikarveisla á Selfossvelli