Um helgina voru afhent verðlaun fyrir best jólaskreyttu íbúðarhúsin og fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg.
Best skreyttu íbúðarhúsin þetta árið eru Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri hjá þeim Jóhanni H. Jónssyni og Evlalínu S. Kristjánsdóttur, Seftjörn 2 á Selfossi hjá Ingva Rafni Sigurðssyni og Laufeyju Kjartansdóttur og Urðarmói 15 á Selfossi hjá Guðmundi Kr. Jónssyni og Láru Ólafsdóttur.
Best skreytta fyrirtækið er Karl R. Guðmundsson ehf. á Austurvegi 11 á Selfossi.
Keppnin er skipulögð af sveitarfélaginu í samstarfi við nokkur fyrirtæki á svæðinu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag. Fyrirtækin eru Dagskráin, Sunnlenska, HS veitur, Guðmundur Tyrfingsson, Evíta gjafavörur, Sjafnarblóm og Fjallkonan, Krónan, Byko, Rúmfatalagerinn, Motivo og Byko. Þau lögðu til vinninga og annað í tengslum við keppnina.