Fimmtudaginn 22. desember voru afhent verðlaun fyrir þrjú best skreyttu húsin í Sveitarfélaginu Árborg og best skreytta fyrirtækið.
Að þessu sinni voru mörg íbúðarhús sem komu til greina en á endanum voru það Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri, Lóurimi 1 á Selfossi og Engjavegur 6 á Selfossi sem voru valin bestu skreyttu íbúðarhúsin 2016.
Húsráðendur tóku við veglegum verðlaunum en þeir eru; á Stjörnusteinum 18 Jóhann H. Jónsson og Evlalía Sigr. Kristjánsdóttir, í Lóurima 1 Ingvar Sigurðsson og Birna Kristinsdóttir og á Engjavegi 6 eru það Íris Anna Steinarrsdóttir og Ólafur Guðmundsson.
Nokkur fyrirtæki voru tilnefnd og stóð Lindin tískuvöruverslun á Selfossi uppi sem sigurvegari annað árið í röð en skreytingar fyrirtækisins vekja verðskuldaða athygli á Eyraveginum. Bryndís Brynjólfsdóttir og Kristín Hafsteinsdóttir tóku við verðlaunum Lindarinnar.
Sveitarfélagið Árborg heldur skreytingasamkeppnina árlega í samstarfi við nokkur fyrirtæki í sveitarfélaginu sem gefa bæði vinnu sína og verðlaun. Fyrirtækin eru Dagskráin, Sunnlenska fréttablaðið, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson ehf., Sjafnarblóm, Krónan, Byko, Húsasmiðjan, Blómaval, Rúmfatalagerinn, Motivo, Tiger og Selfossbíó.
Lóurimi 1.
Engjavegur 6.
Stjörnusteinar 18.
Lindin við Eyraveg.