Í dag voru veitt verðlaun fyrir bestu jólaskreytingarnar í Árborg. Best skreyttu húsin á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri voru valin auk best skreytta fyrirtækisins.
Á Selfossi urðu Dranghólar 11 fyrir valinu en þar búa Bjarni Ingimarsson og Valgerður Rún Heiðarsdóttir. Á Stokkseyri er Strönd best skreytta húsið en þar búa Hafdís Sigurjónsdóttir og Gunnar Guðsteinn Gunnarsson. Á Eyrarbakka var það svo Túngata 32 sem valið var best skreytta húsið en húsráðendur þar eru Emma Guðlaug Eiríksdóttir og Hafþór Gestsson.
Best skreytta fyrirtækið var valið Landsbankinn við Austurveg 20 á Selfossi.
Verðlaunahafarnir voru boðaðir á Jólatorgið við Tryggvatorg á Selfossi síðdegis í dag og tóku þeir við fjölmörgum verðlaunum frá fyrirtækjum í Árborg.