Bændur í Skollagróf í Hrunamannahreppi bíða þess að fá greiddar bætur vegna riðuniðurskurðar fyrir tæpum fimm árum.
Þau unnu mál gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nýlega þar sem kveðið er á um heildarbætur upp á fjórtán milljónir króna en ríkið hefur ekki gefið upp hvort málinu verður áfrýjað.
Málið er tilkomið vegna riðusmits haustið 2007 þar sem fargað var um 320 fjár, þar af 170 fullorðnu. Hjónin Sigurður H. Jónsson og Fjóla Helgadóttir sættu sig ekki við bætur sem Matvælastofnun áætlaði vegna tjónsins, rúmlega 4,2 milljónir króna. Var matsnefnd eignarnámsbóta fengin til að úrskurða í málinu og í mars 2012 var það niðurstaða nefndarinnar að greiða bæri bændunum alls 13,9 milljónir króna vegna förgunar, afurðatjóns, niðurrifs, hreinsunar og jarðvegsskipta auk málskostnaðar. Þar af voru afurðatjónsbætur lengdar um eitt ár vegna málstafa.
Þetta sætti ríkið sig ekki við og lagðar voru 4,2 milljónir inn á reikning bændanna í júlí 2010 og þeim send kvittun um að um fullnaðargreiðslu væri að ræða, án frekara samráðs.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo í síðasta mánuði að ákvörðun matsnefndarinnar skyldi staðfest og bændunum í Skollagróf því dæmdar bætur upp á 13,9 milljónir króna auk málskostnaðar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu