Það var röð langt út úr dyrum þegar ný verslunarmiðstöð Bónus og Hagkaupa opnaði við Larsenstræti á Selfossi kl. 10 í morgun.
Þetta er fyrsta verslun Hagkaupa sem opnar á Suðurlandi en Bónus flytur sig nú um set á Selfossi og stækkar til muna en verslunin við Larsenstræti er 1.400 fermetrar.
Fjöldi manns var samankominn við opnunina til að fagna nýju verslununum og nýta sér opnunartilboð sem eru í gangi um helgina.
Við þetta tækifæri afhentu Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran-stéttarfélag Bónus á Selfossi viðurkenningu en Bónus Selfossi var valið fyrirtæki ársins 2011 í könnun stéttarfélaganna á Suðurlandi. „Ánægja og gott starfsfólk er dýrmætasta eign hvers fyrirtækis,“ segir á viðurkenningarskjalinu sem fulltrúar félaganna afhentu í morgun.