Biblíulestur í tólf klukkustundir

Æskulýðsfélag Selfosskirkju – Kærleiksbirnirnir munu um næstu helgi fara á Landsmót Æskulýðsfélaga Í Vestmannaeyjum. Að því tilefni hélt félagið Biblíumaraþon þann 9. október.

Félagarnir skiptust á að lesa upp úr Biblíunni og var lesið frá kl. 19:00 á föstudeginum til kl. 7:00 á laugardagsmorgni. Á milli lestra fundu þau sér margt skemmtilegt að gera til dæmis æfðu þau dans sem þau munu sýna á Landsmótinu. Krakkarnir höfðu gengið í hús vikuna áður og safnað áheitum fyrir mótinu. Þau fengu frábærar móttökur og vilja þakka öllum sem hétu á æskulýðsfélagið fyrir stuðninginn.

Æskulýðsfélagið hittist í Selfosskirkju á þriðjudögum kl. 19:30 og er hugsað fyrir börn á aldrinum 13-18 ára. Frí veður 27. október en hópurinn hittist aftur þann 3. nóvember og þá ætla félagarnir að vinna verkefnið Jól í skókassa.

Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinDagur sauðkindarinnar haldinn hátíðlegur
Næsta greinMörk í Listasafni Árnesinga