Akstursskilyrði hafa verið með besta móti í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í dag og þegar svo bar við virðast margir ökumenn gleyma sér við aksturinn og stíga of fast á eldsneytisgjöfina.
Lögreglan hefur sem það sem af er degi stöðvað sjö ökumenn vegna hraðaksturs. Bifhjól var stöðvað austan Hvolsvallar á 187 km/klst hraða og sex ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir að aka of hratt á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs, sá sem hraðast fór var á 134 km/klst hraða. Ökumaður bifhjólsins var sviptur ökuleyfinu til bráðabrigða á lögreglustöðinni á Hvolsvelli.
Lögreglan á Hvolsvelli vill koma því á framfæri til allra sem eiga leið um umdæmið að aka varlega. Um komandi helgi fara fram sveitarstjórnarkosningar og hvetur lögreglan ökumenn bæði til þess að aka rétt og kjósa rétt.