Bifhjól fór útaf í Kömbunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Talsverður viðbúnaður var vegna umferðarslyss í Kömbunum laust eftir klukkan fimm í dag þegar ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu og ók útaf.

Tveir voru á hjólinu og voru þeir báðir fluttir á sjúkrahús til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru meiðsli þeirra talin minniháttar.

Hjólið sjálft er stórskemmt en ökumaðurinn var á vesturleið og missti hjólið útaf í miðjum Kömbunum.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Annir voru hjá viðbragðsaðilum í dag en þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ferðamann að Geysi um miðjan dag. Hann mun ekki vera alvarlega slasaður.

Fyrri greinFreyr bjargvættur Árborgar
Næsta greinFjóla vann gull í æsispennandi hlaupi