Bifhjólamaður slasaðist

Bifhjólamaður var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann féll af bifhjóli sínu við Miðdal í Laugardal síðdegis í dag.

Verið er að vinna í slitlagi vegarins en mikil lausamöl er á honum. Ökumaður hjólsins missti stjórn á því í lausamölinni og datt af hjólinu.

Hann kvartaði undan miklum bakverkjum auk þess sem hann hlaut skurði. Hann var ekki á miklum hraða þegar slysið átti sér stað, um 60 km/klst.

Fyrri greinLýst eftir stúlku
Næsta greinMikil spenna í Meistaradeildinni